Hætta við Panta / fá að láni:

OSMO spjaldtölvuleikir fyrir snillinga - (fyrir iPad)

27 svipaðir hlutir í boði. Sjá allt.

Innihald::
1 iPad standur
1 rauður spegill sem fer ofan á iPadinn í standinum
1 tangram púslleikur - í gulum kassa - 7 púsl einingar
1 orðaleikur - í bláum kassa - 2 sett af 26 stöfum í rauðu og bláu = 52 alls
1 talnaleikur - í appelsínugulum kassa - 20 tölustafir (0-9) 10 appelsínugul ása teningaspjöld, 6 rauð tvista teningaspjöld og 4 bleik fimmu teningaspjöld

ATH. iPad fylgir ekki

Gjald: ISJ 0.00 í 7 daga

Í boði
Staðsetning: Búnaðarbanki SFS
Ástand: A - As new
Framleiðandi: Osmo Genius Kit (2017)
Númer: BUN0211

5 spjaldtölvuleikir fyrir iPad sem ýta undir sköpun, sjónræna úrlausn, talnafærni og stafsetningu.

Gefið upp fyrir 5-12 ára. Búnaðarbankinn á 12 svona sett og 12 staka standa.

Í þessu setti er standur og þrír leikir sem koma í litlum lituðum kössum og tveir leikir sem þurfa bara teikniáhöld.

Teiknileikur: Teiknað eftir fyrirmynd. Ljósmyndum breytt í línuteikningar sem auðvelt er að teikna eftir.

Talnaleikur: Talið, lagt saman og margfaldað með tölu kubbum með það að markmiði að ná að sprengja sem flestar blöðrur á skjánum.

Tangram/púslleikur: Fyrirmynd birtist á skjánum og við eigum að raða formunum upp í sama munstur.

Orðaleikur: Mynd birtist á skjánum ásamt nokkrum stöfum og við eigum að reyna að finna stafina sem vantar til að ljúka orðinu.

Newton-leikur: Eðlisfræðiþrautir leystar með línuteikningu og hlutum.

Heimasíða til að sækja leiki:
https://www.playosmo.com/en-gb/

Sjá á Amazon:
https://www.amazon.com/gp/product/B071FN6KXK/ref=detailpage?ie=UTF8&psc=1

Skráðu þig inn til að panta eða fá að láni



...