Forritunarspjaldið kennir fyrstu skrefin að forritun og leyfir krökkum og fullorðnum að skapa sinn eigin tölvuleikjaheim og spila svo í honum.
1-4 leikmenn geta spilað á sama tíma.
Hægt er að spila leiki á Forritunarspjaldið sjálft og einnig er hægt að tengja app sem heitir Games Studio sem fylgir frítt með. Í gegnum appið getur þú hannað þinn eigin leikjaheim, stjórnað útlitinu á leiknum eða breytt og bætt aðra leiki.
Leiðbeiningarnar gefa bæði QR kóða og slóð að appinu sem þarf.