Hvað er Makey Makey?
Breyttu hverju sem er í lyklaborð. Einfalt sett sem hentar jafnt byrjendum sem sérfræðingum og allt þar á milli.
Hvernig virkar þetta?
Notaðu krókódílaklemmurnar til að tengja saman hluti við Makey Makey brettið, t.d. þig og banana (og/eða ísmola eða kettling). Þegar þú snertir bananann heldur tölvan að ýtt sé á staf á lyklaborðinu. Þannig getur þú skrifað stafi, hoppað í tölvuleik, tekið mynd eða spilað tónlist.
Hvað er hægt að búa til?
Gerðu píanó úr bönunum, spilaðu tölvuleik með leir, taktu sjálfu af kettinum í hvert sinn sem hann fær sér að drekka. Möguleikarnir eru endalausir.