Sphero Fótboltinn er frábær leið til að kynna forritun fyrir krökkum.
Notast má við "Sphero play app" til að stjórna leið róbotans. Í smáforritinu er hægt að stjórna leiðinni með ýmsum aðferðum s.s.með stýripinna eða höfuðhreyfingum. Sphero Edu appið gerir krökkunum hinsvegar kleift að forrita leið róbotans.
Í Sphero Edu appinu eru þrjár leiðir til að stýra róbotanum, byrjendur geta teiknað leiðina, lengra komnir geta nýtt sér "drag & drop" forritunarmöguleikan. Þeir sem lengst eru komnir geta svo skrifað leiðina beint í JavaScript.
Fyrir 8 ára og eldri.
Batterí endist í 1 klst
Bluetooth tengingin dregur 10 m.