Roli Lightpad Block er kubbur sem virkar eins og rafhljóðfæri. Hann tengist við tölvu eða síma í gegnum Blootooth eða snúru og gerir þér kleyft að búa til tónlist á ljóshraða. Þú getur þrýst fingrunum hvar sem er á mottuna og hún gefur þér mismunandi hljóð. Hún gerir einnig greinamun á þrýstingi svo þú getur leikið þér með að spila hátt og lágt.