Cancel Borrow / reserve:

Tæknikista fyrir leikskóla

Fimm leikskólar eru svokallaðir heimaskólar tæknikista sem staðsettar eru dreift um borgina. Heimskólinn hefur greiðan aðgang að búnaðinum og jafnframt er gert ráð fyrir að aðrir leikskólar í hverfinu geti fengið kistuna eða hluta búnaðar lánaðan:
Leikskólinn Bakkaborg - bakkaborg@rvkskolar.is
Leikskólinn Nóaborg - noaborg@rvkskolar.is
Leikskólinn Hulduheimar - hulduheimar@rvkskolar.is
Leikskólinn Vinagerði - vinagerdi@rvkskolar.is
Dalskóli leikskólahluti - dalskoli@rvkskolar.is

Tæknikistan er stútfull af tækni- og vísindadóti fyrir leikskólakrakka. Í kistunni kennir ýmissa grasa s.s. áþreifanlegir spjaldtölvuleikir, forritalegir róbotar af ýmsum gerðum, bækur, spil, stuttermabolur og kubbur sem bjóða uppá viðbótarveruleika. Grænt teppi fyrir "green screen" myndbandupptökur og fl.

Leikföng þessi hafa mörg hver það markmið að kenna hugtök og skilning í forritun með áþreifanlegum hætti. Önnur eru frábær verkfæri til að kenna rökfræði, uppröðun og launsamiðun.

Log in to borrow or reserve



...