Hætta við Panta / fá að láni:

Sýndarveruleikasett - Garden of Choices- loftslagsleikur

Innihald::
Í settinu:
5 x oculus quest 2 með stýripinnum með uppsettum leik
Router sem er tengdur við gleraugun til að auðvelda tengingu
hleðslusnúrur
hleðslubanki fyrir barrerí og auka hleðslubatterí
leiðbeiningar

ISJ 0.00 í 7 daga

Í boði
Staðsetning: Búnaðarbanki SFS
Ástand: A - As new
Framleiðandi: Astrid
Númer: BUN0998
Tilraunaverkefni vorið 2026 í samstarfi við Astrid. Skólum í Reykjavík býðst að prófa Garden of Choices loftslagsleikinn án kostnaðar og fá fullbúið sýndarveruleikasett í láni til kennslu með nemendum.

ATH: Ekki er hægt að panta í gegnum búnaðarbankann. Bókun fer fram hér: https://bit.ly/gardenofchoices

Um verkefnið

Markmið verkefnisins er að:
• kynna fræðsluefnið fyrir grunnskólum borgarinnar
• safna markvissri endurgjöf frá skólasamfélaginu um gagnsemi og notagildi
• meta hvort SFS eigi að skoða áframhaldandi notkun á námsefninu

Hvað fylgir láninu?

Verkefninu fylgir sérhannað sýndarveruleikasett í tösku sem inniheldur allan nauðsynlegan búnað og skýrar leiðbeiningar. Settið er ætlað til notkunar með allt að fimm þátttakendum í einu og inniheldur fimm VR gleraugu.

Hver er skuldbinding skólans?

Skólar sem taka þátt skuldbinda sig til að:
• prófa lausnina með nemendum
• veita endurgjöf um upplifun og notagildi
• taka þátt í mati á verkefninu

Bókun og lánstími
• Lánstími: vika í senn (afmarkaður tími í láni).
• ATH: Ekki er hægt að panta í gegnum búnaðarbankann. Bókun fer fram hér: https://bit.ly/gardenofchoices
Þetta er ekki hægt að panta á netinu. Vinasamlegast hafðu samband.




...